Lágmarksútbúnaður til eldvarna í gróðri

Nauðsynlegt er fyrir landeigendur og sumarbústaðaeigendur að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld í grónu landi. Hver sekúnda getur skipt máli ef eldur kemur upp. Eldklöppur og aðangur að garðslöngu er lágmarksútbúnaður. Þær ættu alltaf að vera til taks á aðgengilegum stað, til dæmis á vegg sumarhúss. Þar sem nóg er af vatni er gott að hafa garðslöngu sem nær um tvo hringi í kringum húsið með hraðtengi við krana. Gott er að koma sér upp vatnstanki eða vatnsbóli ef aðgangur að vatni er ekki tryggur. Þannig má verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi. Skynsamlegt er að hafa til taks t.d. hlífðargleraugu, hanska, grímu og vinnugalla, ekki föt úr gerviefnum sem eru eldfim. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112.

9

Eldklöppur

Eldklöppur ættu alltaf að vera til taks og aðgangur að vatni tryggður.
27

Gerviefni

Föt úr gerviefnum eru eldfim, náttúruleg efni brenna síður.
26

Aðstæður

Aðstæður eru mismunandi hverju sinni, ekki stofna lífi þínu eða annarra í hættu.