Leiðir til að minnka eldsmat og útbreiðslu elds

Nokkrar leiðir eru notaðar til að halda gróðri í skefjum, til dæmis sláttur eða beit húsdýra á ónotuðum túnum og meðfram vegum, ræktun til sláttar í beltum, þvert í gegnum skóga með reglulegu millibili, eða gróðursetning trjábelta sem brenna illa, til dæmis aspar eða uppkvistaðs lerkis. Hafðu einnig í huga að halda lággróðri í lágmarki upp við byggingar eða raflínur í skógum. Best er að hafa gróðurlítið eða gróðursnautt svæði allt að 1,5 m breitt næst byggingu. Forðastu ruslsöfnun í skógi eða upp við hús. Bensín, gaskúta, hjólbarða eða áburð þarf að geyma á öruggum stöðum með góðu aðgengi. Mikill eldsmatur getur verið í sinu (grasi eða lúpínu), mosa, lággróðri og í skógi. Staðir þar sem best er að verjast eldi og hindra frekari útbreiðslu hans eru kallaðir varnarlínur. Þetta eru staðir eins og vegir, slóðir, lækir, ár, vötn og skurðir eða gróðurlítil belti. Þessar varnarlínur mynda svokölluð brunahólf sem eru mismunandi að stærð. Innan hvers brunahólfs getur allur gróður brunnið. Kynntu þér brunahólf og varnarlínur í þínu nágrenni.

24

Lággróður

Haltu lággróðri í lágmarki með slætti eða beit.
23

Í gegnum skóginn

Gerðu ráð fyrir gróðurlitlum beltum í gegnum skóginn.
22

Trjábelti

Gróðursettu trjábelti með tegundum sem brenna hægt eða illa.