Flóttaáætlun

Gerðu áætlun um hvert þú getur flúið ef eldur kemur upp. Í hvassviðri og þurrki ­getur eldur borist hratt yfir í gróðri og lokað flóttaleiðum. Kynntu þér hvaða leiðir eru færar út af því svæði sem þú ert á og hvar öruggari svæði er að finna. Athugaðu að vindátt getur stýrt því hvaða leið er valin. Hafa í huga að vara alla á svæðinu við ef vart verður um eld og hafa tölu á þeim sem þú tekur með þér. Hrópaðu ELDUR. Hafðu tiltækan neyðarbúnað sem hentar fyrir þínar aðstæður.

2

Flóttaleiðir

Kynntu þér leiðir fyrir akandi og fótgangandi af svæðinu.
1

Safnast saman

Ákveddu hvar skal safnast saman ef neyðarástand skapast.
17

Straum og fallvötn

Kynntu þér læki og vötn eða gróðursnauð svæði í nágrenninu.