Skipulag skóga

Að skógrækt koma, auk Skógræktarinnar, ýmis félagasamtök, sumarhúsa­eigendur, skógræktarfélög, bændur og fleiri. Þegar skógi er plantað er mikilvægt að hann sé ekki of samfelldur og hafa skal í huga hólfun með varnarlínum. Skipta má ­skóginum upp með því að planta ákveðnum ­tegundum lauftrjáa í belti sem brenna síður. Hægt er að nýta misfellur í landslaginu og slóðir sem varnarlínur. Einnig þarf að huga að flóttaleiðum út úr skóginum og hafa fleiri en einn möguleika ef eldur lokar útgönguleið. Aðgengi að vatni er mikilvægt. Ráðlegt er að hafa ­samráð við sérfræðinga þegar svæðið er skipulagt svo allt aðgengi sé eins og best verður á kosið. Slíkt samráð ­tryggir líka betri samskipti milli aðila ef eldur kemur upp í skóginum. Huga skal að varnarlínum og brunahólfum alls staðar þar sem skógur er ræktaður. Leitaðu þér upplýsinga.

18

Eldvarnarhólf

Skóginum skal skipt í eldvarnarhólf.
17

Vatn

Aðgengi að vatni er mikilvægt allan ársins hring.
7

Flóttaleiðir

Fleiri en ein flóttaleið eykur öryggi.